Uppbygging vöðva

Fyrirspurn:


Góðan dag.
Ég er 14 ára strákur og langar að byrja að byggja upp vöðva. Einhver sagði mér að ef maður byrjar að lyfta of ungur hættir maður að stækka. Er eitthvað til í því? Og ef svo er hvenær má ég byrja?
Með fyrirfram þökk og gleðileg jól.

Aldur:
14

Kyn:
Karlmaður

Svar:

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Ég hef ekki heyrt að líkamsþjálfun eða uppbygging vöðva hafi nokkur neikvæð áhrif á líkamsvöxt. Að sjálfsögðu er það með þetta eins og allt annað í lífinu að "hinn gullni meðalvegur" er ætíð skynsamlegastur. Fara sér ekki um og ó. Þú ættir að geta fengið góð ráð og æfingaplön hjá leiðbeinendum á líkamsræktarstöðvum. Ég ætla að láta hér fylgja með svar við annari ekki ósvipaðri fyrirspurn sem Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari svaraði á sínum tíma.

Með bestu kveðju og gleðilegt nýtt ár,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritsjóri Doktor.is