Upplýsingar um Cerazette pilluna

Spurning:
Hvað er Cerazatte pillan lengi að verða örugg? Er þetta mjög væg pilla?

Svar:
Ef fylgt er fyrirmælum og fyrsta Cerazette taflan er tekin á fyrsta degi blæðinga, er hún örugg strax.
Cerazette er svokölluð ,,minipilla" þ.e.a.s. hún inniheldur ekkert östrógen eins og venjulega samsettar getnaðarvarnartöflur. Öryggi hennar er þó sambærilegt við þær.
Þrátt fyrir að hún innihaldi ekki östrógen er verkun hennar aðallega fólgin í því að hindra egglos, en hún eykur einnig seigju slíms í leghálsi.
Þar sem Cerazette inniheldur ekki östrógen veldur hún síður aukaverkunum sem taldar eru stafa af  östrógen eins og aukinni hættu á blóðtöppum eða krabbameini. Hins vegar kemur blæðingaóregla fram hjá allt að 50% kvenna sem taka Cerzette.
Ítrekað skal einnig mikilvægi þess að taka lyfið alltaf á sama tíma, því annars minnkar öryggið til muna.
Mín skoðun er því sú að ekki sé rétt að kalla Cerazette væga getnaðarvarnartöflu því öryggi hennar er jafn mikið og annarra.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur