Upplýsingar um lágan blóðþrýsting

Spurning:

Ágætu hjartalæknar.

Ég fann ekkert um lágan blóðþrýsting.

Með von um úrbætur og fyrirfram þökkum.

Svar:

Lágur blóðþrýstingur.

Algengasta form of lágs blóðþrýstings er stöðubundið blóðþrýstingsfall, þ.e. við það að standa á fætur fellur blóðþrýstingurinn, blóðflæði til heilans minnkar skyndilega og einstaklingurinn getur misst meðvitund; það líður yfir hann. Við það að standa á fætur minnkar blóðflæði frá neðri hluta líkamans til hjartans. Þegar allt er eðlilegt fara í gang flókin viðbrögð dultaugakerfisins til að koma í veg fyrir blóðþrýstingsfall. Ef þessi viðbrögð eru á einhvern hátt trufluð eða ófullnægjandi getur viðkomandi einstaklingur fengið svima eða jafnvel liðið yfir hann. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að lágur blóðþrýstingur er oftast saklaus og jafnvel verndandi fyrir æðakerfið (gagnstætt háum blóðþrýstingi) þ.e. ef sjúklingurinn hefur ekki óþægindi eða verður fyrir enn frekara blóðþrýstingsfalli við stöðubreytingar.

Með kveðju,

Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir
Situr í stjórn Hjartaverndar