Upplýsingar um líffæragjöf

Spurning:

Ég hef mikinn áhuga á vísindum og fylgist mikið með þeim. Ég var að velta fyrir mér hvaða siðareglur gilda um líffæragjöf, hvað þarf að gera, o.s.frv. ef mig langaði, eftir dauða minn (þó svo að ég sé vonandi ekki að deyja) að gefa líffæri. Eftir lát mitt, geta ættingjar haft áhrif á skriflega ákvörðun mína?
Verð ég að vera í þjóðkirkjunni?

Kveðja.

Svar:

Það er nóg fyrir þig að gera yfirlýsingu þess efnis að þú gefir líffærin þín – ágætt að hafa heimilislækninn með í ráðum og ættingjar þínir geta ekki breytt þeirri ákvörðun þinni eftir þinn dag.

Kirkjufélag þitt á heldur ekkert með þá ákvörðun þína.

Gangi þér vel,
Dagný Zoega, ljósmóðir