Upplýsingar um lyfið Oxsoralen

Spurning:

Sæll Jón Pétur.

Getur þú bent mér á hvar hægt er að nálgast upplýsingar um lyfið oxsoralen, sem gefið er við exemi í PUVA meðferð?

Kveðja.

Svar:

Sæl.

Þú getur nálgast upplýsingar um oxsoralen í Martindale 32. Einnig getur þú leitað á netinu. Ég prófaði það og fékk hátt í 400 síður upp þegar ég leitaði á http://www.northernlight.com.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur