Upplýsingar um Rebetol

Spurning:

Góðan daginn.

Nú er ég á lyfi sem heitir Rebetol (rebetol) en finn ekkert yfir það hjá ykkur getið þið veitt mér einhverjar upplýsingar.

Takk fyrir.

Svar:

Rebetol er notað við krónískri lifrarbólgu C ásamt interferóni. Það má ekki nota það án interferóns til að meðhöndla lifrarbólgu C. Lyfið er ekki skráð á Íslandi og því ekki til gögn um það á íslensku.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur