Úr hverju er lakkrís búinn til og að hvaða leyti er hann óhollur?

Spurning:

Sæll.

Úr hverju er lakkrís búinn til og að hvaða leyti er hann óhollur?

Kærar þakkir.

Svar:

Komdu sæl.

Lakkrís er búinn til úr lakkrísrót. Til gamans má geta að lakkrísrót hefur í gegnum tíðina verið notuð sem „náttúrumeðal" við hósta, sárindum í hálsi, tannpínu og hlustunarverk. Í Kína hefur lakkrísrót verið notuð í þúsundir ára til meðferðar gegn magaverk, svefnleysi, matareitrun, svo eitthvað sé nefnt.

Eins og með flest, ef ekki allt, getur ofneysla verið hættuleg og fólk sem þjáist af háum blóðþrýstingi og lifrarsjúkdómum ætti að fara sérstaklega varlega í neyslu lakkrísafurða.

Með kveðju,
Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur