Útbrot og kláði.

Ég fór í myndatöku i húsi hjartaverndar og var sett upp hjá mér nál og sprautað í mig 100 ml af skuggaefni. Getu verið að ég hafi fengið ofnæmi fyrir skuggaefninu ? með kláða og upphleypt þrot ,undir brjóstunum í hnakkanum og lærinu . Ég tel mig ekki hafa borðað neitt annað en ég er vön og dettur helst þetta í hug . Skuggaefnið ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er alveg hugsanlegt að þetta sé aukaverkun af skuggaefninu þó ég geti auðvitað ekki fullyrt það.

Þú nefnir einmitt að þér detti ekkert annað í hug sem er nýtt, enginn nýr matur.

Ég fletti upp einu algengu skuggaefni og þar eru þessar aukaverkanir nefndar sem algengar eða geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum:

–  hita- eða kuldatilfinning eða verkur á stungustaðnum

– ógleði

– uppköst

– roði á húð, kláði og útbrot

Ef þú þarft að fara aftur í myndatöku þar sem skuggaefni er notað endilega nefndu það að þú hafir fengið þessi viðbrögð.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir, Hjúkrunarfræðingur