Vagifem

Góðan daginn
Er lyfið Vagifem gefið við þvagfærasýkingu ?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Vagifem er ekki notað við sýkingu, það er notað til meðferðar við slímhúðarrýnun í leggöngum vegna skorts á estrógeni hjá konum eftir tíðahvörf. Önnur lyf t.d. Selexid er oft notað til að meðhöndla þvagfærasýkingar.

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur