vaknar 2-3 á nóttu

Ég hef lengi verið þannig að ég vakna 2-3 að nóttu til og næ því ekki heilum svefni svo dögum skiptir, jafnvel vikur. Ég veit ekki af hverju þetta gerist en er þetta eðlilegt? Hvað er hægt að gera?

 

Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Nei það er alls ekki eðlilegt að vakna svona oft upp á nóttunni og getur haft ýmis áhrif á heilsuna.

Þú ert væntanlega búin að prófa ýmislegt til að reyna að bæta svefninn en það er mikilvægt fyrir þig að finna orsök og reyna að laga svefnmynstrið.

Ég ætla að benda þér á tvær mjög góðar síður á netinu varðandi svefn.

Þetta er slóðin inná síðuna hjá Velvirk sem er með góða fræðslu um svefn og ýmis svefnráð.

https://www.velvirk.is/is/jafnvaegi-i-lifinu/vellidan#svefn

Hjá Betri svefn er líka mjög góð fræðsla um svefn og hægt að kaupa svefnmeðferð hjá sérfræðingum í svefni. Það er hugræn atferlismeðferð og vonandi er það eitthvað sem gagnast þér.

Hér er slóðin.

https://www.betrisvefn.is/

Vonandi hjálpar þetta eitthvað – gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur