Vandamál í húð

Spurning:

Halló.

Ég hef vandamál í húð. Fyrst finnst mér að ég þurfi að skýra frá aðdragandanum. Ég hætti að nota eiturlyf fyrir 6 árum, skömmu eftir það byrjaði ég að fá þykkildi, holur komu í húðina. Þær eru þar enn, en eru hættar að aukast. Árið ´99 byrjaði ég að fá tvíburabróður og fór tli húðsjúkdómalæknis vegna þessa og vegna holanna. Ég var í 5 mánuði á lyfjum, roaccutan, eitthvað skylt a-vítamíni, en ekkert gerðist nema óþægindi, sviði er ég svitnaði líkt og ég væri sólbrenndur. Um mánuði eftir að ég hætti á lyfjunum fór ég erlendis en þar er heitt og mikill raki og þá byrjaði ég fá bólur, húðin varð holótt eins og um þúsundir bóla hyldust í þeim, úr þeim kemur hvítt efni sem er þykkt. Mér finnst ég þurfa að kreista það, en sumstaðar er engin roði, samt þetta hvíta efni.

Svæðið sem um er að ræða er eingöngu á maga upp að brjóstkassa og á síðunum aðeins inn á bakið og í handakrika. Ég hef fengið nóg, mér er farið að líða illa á sálinni vegna þessa. Já og eitt enn, tilfinningin er líkt og að strjúka yfir sandpappír.

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Komdu sæll.

Þakka þér fyrirspurnina.

Ég ráðlegg þér að leita til húðsjúkdómalæknis eða á snyrtistofu og spyrja þar hvort eitthvað sé hægt að gera við þessum vanda þínum. Ef ekki fæst meðferð þar þá að leita til lýtalæknis vegna þessa vanda og ræða málið við hann.

Bestu Kveðjur,
Hrönn Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Laserlækningu, www.laserlaekning.is