vandamál með útskilnað þvags

Góðan dag, hvaða lýf má kaupa í apótek sem eykur útskilnað þvags úr líkamanum, er með mikið uppsafnað bjúg líka og búna vera svona í 3 víkur, fer frékkar sjáldan að pissa.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú talar um bjúg og að þú pissir sjaldan en ræðir ekkert um hversu mikinn vökva þú drekkur. Afar varasamt getur verið að auka þvagútskilnað ef ekki er drukkið nóg og bjúgsöfnun getur einmitt verið einkenni um að ekki sé verið að drekka nægilega mikinn vökva. Einkennin geta líka bent til einhvers undirliggjandi vanda sem mikilvægt er að greina og meðhöndla rétt.

Ég ráðlegg þér þess vegna að ræða við lækni og fara yfir hvort þú sért í grunninn að drekka of lítið eða hvort einhver önnur líkamleg ástæða liggi að baki þessum einkennum og þá hvernig best sé að bregðast við þeim áður en þú ferð að versla þér eitthvað sem getur mögulega gert illt verra.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða HAuksdóttir, hjúkrunarfræðingur