Vanlíðan eftir ástvinamissi – hvað er til ráða?

Spurning:

Sæl.

mig vantar smá ráð í sambandi við vinkonu mína. Henni líður mjög illa þessa dagana vegna missi á ástvin. Hún hefur breyst mikið og lokar allt inni.

Mér líður hræðilega að horfa upp á hana líða svona illa. Ég er búin að segja henni það og biðja hana að leita hjálpar og hún lofaði því.

Samt held ég að hún eigi ekki eftir að gera það. Er eitthvað meira sem ég get gert eða er þetta bara undir henni komið?

Svar:

Heil og sæl.

Mér finnst að þú ættir að halda áfram að hvetja vinkonu þína til að leita sér
hjálpar og jafnvel að fara með henni ef þú getur. Það er erfitt að þurfa að bíða
einn eftir aðstoð. Meira er sennilega ekki í þínu valdi eins og stendur.

Hefur
hún ákveðnar hugmyndir um hvert hún á að leita? Það má líka benda henni á að
hringja hingað og þá er hægt að vísa henni áfram ef vill.
Það er einnig hægt að leita á Landspítala göngudeild geðdeildar við Hringbraut.
Þar er móttaka frá 08.00-23.00 og eftir það er vakthafandi læknir í húsinu. Þú
getur ekki pantað tíma en morguntíminn virðist bestur frá 9.30-12.00.

Með kveðju.
Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi Geðhjálp