Spurning:
Ég hef lengi hugsað um að fara í sílikon. Mig bara vantar fleiri upplysingar, ég á 2 1/2 árs gamalt barn og eftir barnsburð hef ég alltaf verið mjög óænægð með brjóstin á mér. Ég nota brjóstahaldara með D skálum, ég þarf ekki á stærri brjóstumað halda en ég er hrikalega óánægð, þori varla í sund og er með hrikalega minnimáttarkennd yfir þessu. Hvað er gert í mínu tilfelli? Húðin á brjóstunum er eins og á 90 ára gamalli konu, ef ég klíp í skinnið er það um 3cm frá brjóstinu sjálfu. Eru geirvörturnar færðar? Hversu stór er meðalskurðurinn undir brjóstunum? Þarf að stækka þau mikið til að ná þessum hrukkum? Get ég gert eithvað annað til að laga þetta? Er hægt að lyfta þeim? Geta þau farið aftur svona illa við næstu meðgöngu? Það er þó ekki á döfinni.
Svar:
Komdu sæl. Mér heyrist að þú þurfir brjóstalyftingu, en ekki silicon. Þú ert greinilega með nógu stór brjóst en þau eru sigin eftir barnsburð eins og algengt er. Það er hægt að lyfta brjóstunum og þá er geirvartan færð upp í leiðinni. Eins og þú greinilega veist koma ör á brjóstið.
Til að útskýra þetta fyrir þér nánar væri gott að fá að sjá þig á stofu, Dómus 563-1060.
Kær kveðja Ottó