Varðandi mismunandi hollustu salts

Sæl
Á markaðinn er komið salt sem heitir Lífsalt.
Að sögn framleiðenda er það unnið á nýjan hátt, sem gerir þeim kleyft að minnka Natríum innihaldið um helling, en bragðið haldist óbreytt. Þar með er þeim sem þurfa að forðast saltneyslu vegna sjúkdóma t.d. hás blóðþrýstings, óhætt að salta aðeins.
Nú þarf annar hvor maður að passa upp á saltneyslu sína. Ef lýsingar framleiðenda eru réttar myndi ég ætla að hér væri á ferðinni vara sem gæti gjörbylt markaðnum – hvorki meira né minna.

Svo eru aðrir sem fullyrða að salt sé bara salt og það sé ekki hægt að breyta innihaldsefnum þess á neinn hátt.

Mín spurning er sú hvað sé rétt í þessu efni.

Þætti væntum ef einhver gæti gefið mér svör við þessum vangaveltum.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Salt er salt er salt segir læknirinn og á alltaf að neyta í hófi alveg sama hvaða tegund það er. Miðað við þær upplýsingar sem framleiðandi gefur um vöruna að þá myndi maður álíta að þetta salt ætti að vera hollara/betra af því að magn natrium er minna og hlutfall annarra steinefna mun meira. Það er hins vegar erfitt að fullyrða um það þar sem að þetta er tiltölulega ný vara og ekki að finna neinar rannsóknir sem sýna fram á hollustu umfram annað salt þegar til lengri tíma er litið.

Gangi þér/ykkur vel.

Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.