Varðandi Vallergan lyfs

Sæl/l
Dóttir mín er 2 ára og er búin að vera á Vallergan lyfinu í rúman mánuð. Hún á mjög erfitt með svefn á það til að vakna á nóttinni slá í mig vakna upp grátandi, dreymair illa og fleira. Var sett á Vallergan til prufu er búin að vera á því í rúman mánuð hún virðist ná djúpsvefninum en vaknar ennþá á nóttinni með sömu vandamál. Hún er skapverri á daginn og er farin að slá sig. Var að velta því fyrir mér hverjar aukaverkanirnar væru af lyfinu og hvað ég get gert til að aðstoða hana betur með að sofa almennilega
Bestu kveðjur

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef engar breytingar hafa orðið á svefnmynstri eða svefntruflunum barnsins á þessum mánuði er tími til að ræða við lækni aftur og finna út hver næstu skref eiga að vera.  Það er margt sem getur valdið svefntruflunum hjá börnum t.d. likamleg óþægindi eins og stórir hálskirtlar, eyrnabólga og bakflæði eða aðrir verkir einnig hafa í huga  hvort eitthvað sem barnið er að borða fyrir svefn sem fari illa í það. Martraðir eða slæmir draumar eru ekki óalgengir hjá börnum frá 2ja til 3ja ára aldri.  Barnið verður mjög órólegt og það er með opin augueins og það sé vakandi, fer jafnvel á fætur,kallar fram er mjög órólegt og jafnvel óttaslegið og á í samræðum við einhvern sem er í draumum þess. Þetta getur gert vart við sig í  en kemur sjaldnast fyrir á hverri nóttu.

Ég við benda þér á ítarefni á vef Landlæknis þar sem fjallað er um svefnvandamál barna og ráðlegg þér síðan að ræða aftur við þinn heimilislæknis.:

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item24368/Svefn%20og%20svefnvandamal%20ungra%20barna.pdf

Gangi ykkur vel.

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur