vatn inn i eyra

vantar að losna við vatn í eyra

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Algengasta ástæða vatns í eyra er eyrnabólga. Miðeyrað getur fyllst vökva sem auðveldar bakteríum og veirum að dafna. Hægt er að nota ýmsar aðferðir heima fyrir til að slá á einkenni, svo sem að hækka undir höfðalagi, drekka vel af vökva yfir daginn, nota saltvatn eða nefúða til að létta á þrýstingi og setja volgan þvottapoka/hitapoka við eyrað, en það getur minnkað bólgu sem gerir vatni og greftri kleift að fara úr eyranu.

Ef þú ert að leitast eftir öðrum aðferðum eða finnur mikinn sársauka við eyrað mæli ég með að þú pantir tíma fyrst hjá heimilislækni eða háls, nef- og eyrnalækni sem getur skoðað eyrað og gefið frekari ráðleggingar og meðferðir.

Gangi þér vel,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur