vatnslosandi lyf og magnesium

ég hef átt í vandræðum með blóðþrýsting. og er með vatnslosandi lyf og annað. ég rakst á grein á netinu sem talaði um að vatnslosandi lyf geti skolað út magnesium, er þetta ný pæling. því ég hef bara séð talað um að þessi lyf rugli með kalíum, pottassium. í líkamanum.

Sæl og takk fyrir fyrirspurninaAlgengasta aukaverkun flestra þvagræsilyfja er kalium- og magnesium skortur, og eru þessar upplýsingar því ekki nýjar af nálinni. Allar upplýsingar um algengar aukaverkanir lyfja ætti að vera hægt að finna í fylgiseðlum þeirra, en þar sem ég hef ekki upplýsingar um hvaða þvagræsilyf er rætt get ég ekki fullyrt að þessi aukaverkun sé algeng við neyslu þess.

Ég myndi ráðleggja þér ef þú hefur áhyggjur af stöðu steinefna í líkamanum að heyra í þínum heimilislækni, sem ávísar þessum þvagræsi lyfjum til að fá nánari upplýsingar um það hvort þörf sé á einhverjum bætiefnum samhliða lyfjunum. Gangi þér sem allra best.

Með kærri kveðju
Erla Guðlaug, Hjúkrunarfræðingur