Vefjagigt

Fyrirspurn:


Mig langar að spyrja hvaða flokki sjúkdóma vefjagigt tilheyrir og af hverju og hverjar eru horfur og áhættuþættir vefjagigtar?
Kveðja, xxxx

Aldur:
45

Kyn:
Kvenmaður

Svar: 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Vefjagigt fékk formlega viðurkenningu sem heilkenni eða sjúkdomur árið 1993 og var skilgreining á sjúkdómnum unnin útfrá bandarískra gigtlæknafélaginu og tilheyrir því gigtarsjúkdómum.
Við eigum mikið lesefni inná Doktor.is (notaðu leitina og vefjagigt) en ég læt tengil fylgja hér á ágætis yfirlitsgrein.
Einni vil ég benda þér á heimasíðuna www.vefjagigt.is en þar er mikill fróðleikur þér til upplýsinga um þennan sjúkdóm.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is