Vefjagigt og Concerta?

Spurning:
Sæl.
Mig langar að spyrja útí lyfið Concerta sem ég er nýbúin að fá. Þannig er að ég er með vefjagigt, getur verið að lyfið geri einkenni gigtarinnar verri? Það örvar náttúrulega miðtaugakerfið og maður getur orðið spenntur. Ekki það að ég finni mikið fyrir því allavega geri ég mér ekki alveg grein fyrir því. Ég er nefnilega líka haldin þunglyndi og kvíða og vont að greina á milli hvað er að valda hverju.

Svar:

Komdu sæl
Engin sérstök ástæða er til að ætla að lyfið Concerta geri einkenni vefjagigtar verri.

 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur