Vegna nef

Daginn
Eg veit ekki hvernig ég á að skrifa þetta an þess að hljóma asnalega.
En mer finnst af og til MJÖG sárt að anda i gegnum nefnið, þetta kemur og fer hja mer og þa þarf eg bara algjorlega að sleppa að anda þvi mer finnst það sárt.
Nuna er þetta búið að vera latlaust í 4 vikur þetta háir mer svakalega. Fyrsti HNE læknirinn sa nákvæmlega ekkert og gaf mer sterasprey, seinni sa ekkert að mer og gaf mer samt syklalyf til að setja í nefið, seinast let mig kaupa einhvað frjokornssprey i apoteki og auðvitað virkar EKKERT af þessu 🙁
Þetta er buið að vera það mikið nuna að eg er endalaust með sviða i augunum og er orðinn frekar ráðaþrota þar sem enginn læknir segir neitt eða gerir neitt og nuna langar mer helst að leggjast bara uppí rúm og vera þar að eilifðu þvi eg er farinn að vorkenna mer svo mikið, það er orðið lika þreytt að anda einungis i gegnum munninn þvi eg þarf stanslaust að drekka vatn því eg þurrkast svo uppí munninn eftir x tima þegar eg geri þetta.
Þetta hefur verið i c.a 10 ár en verið mjög slæmt núna uppá siðkastið, eg reyni bara að sofa sem MEST svo eg verði ekki var við þetta.
Einn læknir nefndi að eg væri svona lyktarnæm en tengi það ekkert. Þetta verður ju verra ef það er sterk lykt nalægt mer en eg verð að fá að elda matinn minn an þess að væla yfir þvi. 🙁
Ég er gjörsamlega raðþrota og leita allra ráða nuna og krossa puttana um að þetta virki að senda fyrirspurn herna..

P.s eg tek ofnæmislyf histasín a hverjum degi hefur það ahrif á þurrkur? Gæti eg t.d verið með þurra slímhúð i nefninu? Tek histasín við ofsakláða í að verða 4/ ár nuna.

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina.

Þar sem þú ert búin að leita þrisvar sinnum til HNE læknis og búið að útiloka að ástæðan sé af líffræðilegum toga þá myndi ég ráðleggja þér að panta tíma hjá ofnæmislækni til að útiloka að þetta sé að ónæmisfræðilegum orsökum.

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur