Veldur Seroxat minnkaðri kynhvöt?

Spurning:

Ég
hef verið að taka Serotax þunglyndislyfið, en langar til að hætta
að taka það vegna þess að það virðist minnka kynhvötina.
Er óhætt að hætta strax eða þarf ég að byrja á því að
minnka skammtinn?

Svar:

Það er rétt að
Seroxat getur minnkað kynhvöt hjá körlum. Lyfið skilst nokkuð
hratt úr blóði, það helmingast á sólarhring. Sjúklingar með væg
sjúkdómseinkenni geta, ef þeir geta skipulagt kynlíf sitt, hætt að
taka lyfið daginn fyrir þann dag sem sem þeir ráðgera kynlíf. Þetta
getur vissulega raskað meðferðinni og þetta er eitthvað sem hver
og einn getur fundið út fyrir sig í samráði við lækninn sinn.
Ef þetta hefur neikvæð áhrif á geðrænt ástand skal þetta ekki
gert. Svo ég svari spurningunni þá er betra að minnka skammtinn, sérstaklega
ef verið er að taka stóra skammta. Hafðu samráð við lækninn þinn
varðandi það hvort og hvernig best er að hætta töku lyfsins og
þá möguleikann á því að annað lyf gæti hentað betur.

Kveðja,

Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur