Vélindaþrýstingsmæling

Fyrirspurn:

Góðan dag,  Ég er með þindarslit og á að fara í uppskurð vegna þess en fyrst vill læknirinn senda mig í þrýstingsmælingu á vélinda sem þíðir að ég þarf að vera með eitthvert tæki í vélindanu í sólahring, mér láðist að spyrja lækninn hvers vegna, getur þú svarað mér. kv.G

Aldur:
60

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Vélindaþrýstingsmæling getur gefið upplýsingar um þrýsting í hringvöðvanum sem er milli vélinda og magans og einnig getur þessi mæling greint vöðvasamdrátt, hvort hann sé eðlilegur eða minnkaður.

Með bestu kveðju og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir
Hjfr. og ritsjóri Doktor.is