Hæ
Ég fæ stundum verki framan á vinstri rist og verk niður vinstri fót. Er stíf í mjóbakiog er stundum með verk þar.
Hvað getur þetta verið.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Það geta verið margar skýringar á þessu en erfitt að segja til um það þegar maður hefur ekki skýrari sögu. Ég ráðlegg þér að fara til læknis og fá svör hjá honum, kannski væri gott að taka myndir af bakinu og fætinum til að sjá hvort sjáist eitthvað sem útskýrir þetta.
Gangi þér vel.
Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur