Verkir framan á leggjum

Spurning:
Góðan dag.
Mig langar að vita hvað ég get við verk framan á leggjum. Þegar ég er að labba eða skokka fæ ég alveg ferlegan verk í leggina þeir verða stífir og ég verð að stoppa. Hvað er til ráða?
Takk fyrir

Svar:
Komdu sæl.  

Mér þykir líklegt að um beinhimnubólgu sé að ræða. Ég vil byrja á því að ráðleggja þér að sleppa því að skokka í bili. Síðan er mjög mikilvægt fyrir þig að vera í góðum íþróttaskóm með dempara og nota jafnvel legghlífar til að halda hita á leggjunum. Einnig er gott að teygja á vöðvunum; 1. framan á leggjum með því að rétta úr ristum, 2. kálfavöðvateygjur ( kreppa ökkla).

Þegar þú treystir þér til að fara að skokka aftur þá er mikilvægt að byrja að skokka á mjúku undirlagi.

 

Gangi þér vel;

Hólmfríður H. Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari

Styrkur, sjúkraþjálfun
Stangarhyl 7
Rvk.