Verkir í baki

Varð fyrir meiðslum á baki í Desember sem veldur en miklum verkjum gæti verið að það hafi orðið samfall á hryggjarlið 2017 varð samfall á sjöunda lið og hef alltaf verið tæp síðan hvernig myndi það lýsa sér. Takk

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Helstu einkenni samfallsbrots eru verkir í baki. Þegar brotið á sér stað getur heyrst smellur og því fylgir skyndilegur verkur. Verkirnir eru verstir fyrstu vikur eftir brot en geta orðið langvinnir ef um endurtekin brot er að ræða.

Til að fá nákvæmari greiningu á því hvers vegna þú ert með þessa bakverki ráðlegg ég þér að panta tíma hjá lækni sem þá skoðar þig, sendir þig jafnvel í myndrannsókn eða vísar þér áfram til viðeigandi meðferðar.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur