Spurning:
Sæll.
Mig langaði að senda fyrirspurn vegna furðulegra verkja í getnaðarlim.
Einhvern hef ég veigrað mér við að fara til læknis með þetta vandamál.
Þannig er að undanfarna mánuði hef ég átt við það vandamál að stríða að
kóngurinn á getnaðarlimnum er afar viðkvæmur. Þá sérstaklega ef ég rek mig
utan í eitthvað, eða nuddast við eitthvað þá fæ ég eins og verkjastraum inn
í kónginn. Stuttur verkur en örlítið sár. Núna er þetta orðið þannig að ef
ég strýk við hann finn ég þennan verk. Hins vegar finn ég ekki fyrir þessum
verk við t.d. sáðlát eða þvaglát.
Vonandi geturðu bent mér á hugsanlegar ástæður.
Kveðja.
Svar:
Sæl.
Ég held að það sé best að læknir skoði þig. Það er mikilvægt að vera
óhræddur að leita til læknis. Skoðun og frekari saga held ég að sé
nauðsynleg.
Kveðja,
f.h. Félags um forvarnir læknanema,
Jón Þorkell Einarsson