Hvaða æfingar er hægt að gera til að lina verki
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Það er ákaflega persónubundið hvaða æfingar henta hverjum og einum en lykilatriði er að hreyfa sig en eingögnu upp að sársaukamörkum. Gott er að vera búinn að liggja á hitapoka eða kæla svæðið og taka verkja og bólgueyðandi lyf áður en farið er af stað. Sjúkraþjálfarar eru svo sérfræðingarnir í að útbúa æfingaáætlun með það að markmiði að styrkja vöðvana og draga úr verkjum.
Ég læt fylgja með tengil á handhægt hefti frá landlækni með margvíslegum gagnlegum ráðum og leiðbeiningum sem vonandi koma þér að gagni.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur