Verkir í maga?

Spurning:
Kæri læknir.
Mig langar að spyrja varðandi maga. Ég hafði fengið nokkrum sinnum illt maganum síðan í sumar. Fékk það nú aftur í gærkvöldi. Einkenni eru: mig byrjar að verkja í magann, svo þrýstist upp á lungun eins og það sé mjög þröngt. Ég svitnaði um allan líkamann. Svo kastaði ég upp nokkrum sinnum og það þrýsti upp á lungun um leið. Verkurinn er í um 5-6 tíma. Er nokkur sem veit hvað þetta er?
Með kærri kveðju.

Svar:
Sælar.

Það eru ýmsar orsakir sem koma til greina s.s. gallsteinar, magasár, magabólgur, bakflæði. Það þarf að skoða þig og fá blóðprufur og hugsanlega ómskoða gallblöðruna eða/og magaspegla. Ráðlegg þér að leita á stofu til meltingarsérfræðings, t.d í Læknasetrið Mjóddinni en þar eru nokkrir meltingarsérfræðingar.

Bestu kveðjur

Sigurbjörn Birgisson, læknir
Sérfræðingur í meltingarsjúkdómum