Sæl.
Ég fékk þurrsabit 2x í röð og eftir það hefur neðri bakið verið slæmt. Mismunandi eftir dögum en ég er að bilast a þessu. Ég veit ekki hvert ég á að leita.
Læknis, nálastunga, kíro, spjaldhrygsmeðferð, yoga eða hvað?
Ég vil geta valið rétt í staðin fyrir að fara fram og tilbaka hver a að kikja á mig
Gæti þetta verið brjósklos ? Verkir i neðri baki og út í mjöðm
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.
Best er að leita fyrst til heimilislæknis sem getur fundið út hvað er að hrjá þig og sett upp viðeigandi meðferð við því. Mér finnst líklegt að hann sendi þig svo áfram í sjúkraþjálfun sem ætti að hjálpa þér.
Gangi þér vel,
Með kveðju,
Bylgja Dís Birkisdóttir
Hjúkrunarfræðingur