Verkir í öxlum

Ég var að velt fyrir mér hvort verkir í öxlum, stundum í annari, stundum í hinni og stundum í báðum, get stafað út frá skemmdum í hrygg, samanber verkir í mjaðmaliðum og fótum út frá sliti, skemmdum á mjóhygg.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Verkir í öxlum geta stafað af mjög mörgu, allt á milli andlegu álagi og bólgum/skekkju í hálsi og baki. Ég hvet þig eindregið til að leita frekari aðstoða hjá lækni og/eða sjúkraþjálfara sem gæti aðstoða þig og fundið út úr þessum óútskýrðu verkjum hjá þér.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.