Gott kvöld. Ég er 68ára karlmaður var í liðskiptingu á öxl 19nóv s.l.
Ég spyr.Má taka parkodin forte verkjalyf og imovan 7,5mg svefnlyf saman fyrir
svefn. Takk fyrir væntanlegt svar..
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,
Bæði þessi lyf eru skilgreind sem ávanabindandi og þarf því að gæta þess að ráðleggingum læknis um notkun sé fylgt.
Samhliða notkun lyfja svo sem svefnlyfja og morfínskyldra lyfja (eins Parkódín Forte) getur aukið miðtaugakerfisáhrif lyfjanna og er ekki ráðlagt að nota lyfin saman nema að læknisráði. Ég myndi því benda þér á að hafa samband við þinn heimilislækni til þess að vera öruggur um að þetta sé í lagi á meðan þú jafnar þig eftir aðgerðina.
Gangi þér sem allra best.
Auður Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur