Verkir og útferð með egglosi?

Spurning:
Ég er 38 ára og hef alltaf verið með hálfgerða túrverki og mikla glæra útferð í kringum egglos og uppá síðkastið er þetta lengri tími. Stundum finn ég lítið fyrir þessu, stundum meira og útferðin er misjafnlega mikil í kringum þetta tímabíl. Núna t.d. er ég búin að vera í marga daga svona, eins og ég sé að byrja á blæðingum, verkir í brjósti og túrverkir og ég á ekki að byrja fyrr en ca. eftir 1 og 1/2 viku. Hef áður byrjað viku fyrr og jafnvel viku síðar, en það hefur ekki gerst oft, þ.e. að vera með blæðingarrugl. Tengist þetta eitthvað aldri mínum? Blæðingar standa yfir í ca. 4 daga og eru miklar fyrstu 2 dagana. Getur verið að eitthvað sé að hjá mér? Með fyrirfram þökk.
Svar:

Ágæti fyrirspyrjandi.

Þetta er ein af þeim fyrirspurnum þar sem óvíst er hvort  hægt og rétt sé að svara á netinu. Það vantar það margar upplýsingar inn í spurningu þína svo hægt sé að gefa svar.

Réttast væri að þú leitaðir þíns læknis og ræddir þetta við hann. Þetta er ekki eðlilegt, en á sama tíma er ekki þar með sagt að þetta sé eitthvað sjúklegt.  Þú færð ekki svar nema með skoðun og viðtali við lækni sem er mín ráðlegging til þín.

Bestu kveðjur,

Arnar Hauksson dr med