Verkir tengdir samförum

Fyrirspurn:

Góðan dag, 

Ég er 25 ára gömul og ég stunda reglulegt kynlíf með sama einstaklingnum og hefur aldrei verið neitt vandamál. En núna síðustu 2 skipti hef ég fengið hræðilegan verk neðst í kviðinn eftir samfarir, þetta er óbærilegur sársauki alveg neðst í maganum ofan við lífbeinið. Ég hnipra mig saman og get engan vegin staðið upprétt eða legið bein. Ég svitna mikið og þetta tekur um 15 mínútur þangað til verkurinn fer og eftir á er ég mjög aum neðst í maganum, líkist soldið túrverkjum. Ég er með ástand sem kallast PCO held ég, fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, getur verið að þetta tengist því eitthvað? ég hringdi auðvitað strax og ætlaði að fá tíma hjá kvensjúkdómalækninum mínum en hún er í sumarfríi og ég fékk ekki tíma fyrr en í september, þannig að ég veit ekkert hvað ég á að gera. Ég þori ekki að studa kynlíf útaf þessu, og þetta er svo mikill sársauki að maður er pínu áhyggjufullur. Ég vona að ég fái einhver svör hér.

Bestu kveðjur.

Aldur:25

Kyn:Kvenmaður

Svar:

Sæl,

Það er rétt hjá þér að panta tíma hjá lækni. Mér finnst þú lýsa einkennum það miklum, að það væri ráð að vita hvort þú getir ekki komist að hjá e-h öðrum lækni fyrr.  Ég myndi kanna það.

Ég læt fylgja hér með grein sem fjallar um PCOS eða Fjölblöðrueggjastokka heilkenni sem er ágætt fyrir þig að lesa, þér til upplýsinga. Einkenni þessa sjúkdóms geta verið mjög svæsin og líka mismunandi, fer eftir einstaklingum.

Vona þetta komi þér að notum.

Með kveðju og gangi þér vel.

Unnur  Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur