Verkjalaus eftir kortisón sprautu?

Spurning:
Hæ doksi. Ég hef spurningu sem mig langar mikið að fá svar við. Ég heiti xxx og er búsett í xxx. Í mörg ár hef ég verið að stríða við gigt (aðallega slitgigt) og hef fengið í gegnum tíðina hin ýmsu lyf, það hefur ekki borið mikinn árangur. Svo skeði það síðastliðið haust að ég var ALVEG verkjalaus í nokkrar vikur, mér til mikillar undrunar. En það var þó of gott til að vera satt því verkirnir komu aftur. Ég og fjölskylda mín lögðum hausa í bleyti til að reyna að finna orsökina fyrir þessu. Svo eftir miklar vangaveltur þá fundum við út ur því að það eina sem hafði verið öðruvísi í mínu lífi var það að eftir óhapp í Þýskalandi, þar sem ég var stunginn af geitungi í munninn, var það að ég fekk lyf sem ég hef ekki fengið áður. Á slysavarðstofunni fekk ég Cortisoni sprautað í æð. Getur það verið þetta CORTISON hafi valdið því að ég var verkjalaus í 6-8 vikur Það myndi gleðja mig mikið ef þið viljið vera svo vænir að senda mér línu um þetta. Með fyrirfram þökk xxx

Svar:
Já það er möguleiki að kortison hafi haft þessi áhrif þar sem kortison hefur bólgueyðandi áhrif.
 

Kveðja

Starfsfólk Gigtarlínu

Gigtarfélag Íslands