verkur

Ég er 63 ára gömul kona, við ljómandi heilsu. Ég hef tekið eftir því að á morgnana hef ég verki aftan í hælum við gang, þessir verkir líða hjá með morgninum. Er þetta elli kerling sem birtist í þessum stífleika eða eitthvað sem ég þarf að fylgjast betur með?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki ólíklegt að elli kerling sé að láta vita af sér en fylgstu samt með þessu og gaktu úr skugga um hvort þetta geti mögulega tengst skófatnaði eða einhverju slíku.

Ráðfærðu þig við lækni ef þetta ágerist.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur