verkur

Verkur undir vinstra herðablaði ,sem leggur fram í vinstra brjóst

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Verkur getur verið að ýmsum orsökum og erfitt að segja til um hvað valdi án þess að hitta þig. En þetta lýsir sér helst eins og útfrá stoðkerfinu, einhver klemma eða bólga í brjóstbakinu.

Ég hvet þig til að hitta lækni, sjúkranuddara eða annan fagaðila til að aðstoða þig.

Gangi þér vel.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.