Verkur efst i hrygg

Goðan dag.

Eg er buinn að vera með verki i efst hryggnum i beinunum þar… þetta er buið að vera i ca. 2man og eg þori ekki til læknis. Verkurinn kemur þegar eg vakna og fer þegar eg eg slaka a a kvöldin.

Helduru að eg þurfi að hafa áhyggjur? Eg er með lupus og mctd.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ansi margt sem að getur orsakað bakverki og erfitt að segja til um hvað það gæti verið án þess að skoða þig. Ef verkurinn háir þér í daglegu lífi þá myndi ég mæla með fyrir þig að láta kíkja á þig á heilsugæslunni þinni.

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur