Verkur í eyrum

Getur verkur í eyrum á 4 ára barni orsakast af ofstórum hálskyrtlum bara spurning

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Of stórir hálskirtlar valda yfirleitt ekki verkjum í eyra en hins vegar geta og stórir nefkirtlar gert það, en þeir geta lokað fyrir kokhlust og geta valdið sýkingu eða vökvasöfnun í miðeyra.

Ef þetta er stöðugur verkur eða hann hefur mikil áhrif á barnið þá myndi ég ráðleggja þér að fara með barnið til læknis og láta lækni skoða.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur