Ég er búin að vera með svona stíng vinstra megin á mjöðminni síðan ég vaknaði (klukkan er um 14.00 núna) og þetta hrjáir mig virkilega. Ég veit ekki alveg hvað þetta er. Hvað er til ráða og hvað gæti þetta verið
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Þú skalt heyra í lækni og fá skoðun og mat ef verkurinn er ekki horfinn. Það er illmögulegt að átta sig á því hvað sé á ferðinni án þess að skoða þig og fá ítarlega sögu. Ef verkurinn er bara tilfallandi er spurning hvorrt þú hefur legið undarlega eða eitthvað í undirlaginu sem þú liggur á sem getur verið að valda þér óþægindum.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur