Ég fór til læknis fyrir nokkrum mánuðum vegna verkja sem ég var með í púng,var sendur í Dómus í myndatöku .ekkert kom í ljós,nú hefur verkur færst út til hliðar og er í nára hægra megin við púng ,ekki stanslausir verkir en koma alltaf annað slagið
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Þú skalt endilega heyra aftur í lækninum og fá mat á því hvað getur verið að valda þessu og hvað sé til ráða. Það getur verið ýmislegt þrátt fyrir að myndatakan hafi ekkert sýnt á sínum tíma. Mögulega er einhver hreyfing sem þú ert að stunda að hafa áhrif, einkenni frá blöðruhálsikirtli, einkenni frá eistum eða nárakviðslit svo einhver dæmi séu nefnd en ómögulegt að komast að án þess að frekari skoðun og mat fari fram.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur