Sæl
Ég fæ oft verk ´vinstrameginn sem leiðir út í vinsti hanlegg og smá upp í herðar. Ég ver fljótt móður þegar ég labba upp stiga. En þessir verkir koma oft við hvíld en ekki endilega við áreynslu, og þeir eru lengi eins og núa þegar ég er að skrifa þetta er hann búinn að vera í 1-2 klst. Ég er búnn að fara á hjartagáttina og til hjartavendar en þeir segja að þetta sé ekki neitt sem kemur hjartanu við. En þetta er sérstaklega óþægilegt sérstaklega þegar ég er móður og fæ þessi verki það veldur manni ótta þegar það gerist. Ég er ekki neitt stressaður og hef ekki neinar áhyggjur.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Þótt verkur fyrir brjósti geti verið af ýmsum toga, svo sem frá hjarta, vélinda, stoðkerfi eða lungum þarf allaf að byrja á því að útiloka að hann komi frá hjarta. Þar sem að þú ert búinn að fara á hjartagáttina og fá staðfest frá þeim að þetta sé ekki verkur frá hjarta, þarf að skoða aðrar mismunagreinginar. Þetta getur verið t.d. millirifjagigt, bakflæði, veikleiki í lungum eða bara stoðkerfis verkur. Þú getur prufað þig sjálfur áfram, skoðað hvort verkurinn tengist einhverju eins og t.d. mat eða hreyfingu. Kemur hann þegar þú er búinn að borða, er vont að draga djúpt andann eða er eitthvað sem þú getur gert til að minnka verkinn eins og t.d. að taka verkjalyf/bólgueyðandi lyf. Ég myndi ráðleggja þér að fara til heimilislæknis og fara vel yfir þetta með honum til að finna út hvað það sé sem er að valda þessum einkennum. Þegar búið er að komast að því hvað það er sem veldur, er hægt að byggja upp meðferð til að uppræta vandamálið.
Gangi þér vel