verkur vinstra

er með stöðuga verki vinstra megin getur það verið af vélindabakflæði las það á vefnum eftir Trausta sérfræðing í meltingabakflæði og Karl Hjartalækni að vísu grein frá 2000.er með smá beinþynningu orðin 67 alltaf verið í nánast kjörþyngd er 160 cm á hæð 54 kg geng mikið og stunda mikið sund semsagt hef alltaf verið að hreyfa mig mikið frá þrítugt , er ekki með brjóstsviða eða önnur einkenni fór í hjartalínurit fyrir 2 árum kom vel út er orðin svo leið að vera svona allan dagin ,getu verið minnkun á estrogen ég hef hugsað það ?
takk fyrir

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þegar lokuvöðvinn í vélindanu starfa ekki eðlilega – hefur t.d. slaknað – komast magasýrur upp í vélindað. Þegar magasýrurnar flæða ítrekað þessa leið, þannig að það hefur áhrif á líf og líðan einstaklingsins, leiðir það til sjúkdóms sem nefndur er vélindabakflæði.

Bakflæði í vélinda lýsir sér með ýmsum hætti. Fjögur helstu einkenni þess eru:

  • brjóstsviði: bruna- eða sviðaóþægindi undir bringubeini
  • nábítur: súrt óbragð í munni af magainnihaldi sem leitar upp í kok
  • kyngingarerfiðleikar: erfiðleikar og/eða sársauki við að kyngja
  • brjóstverkur: verkurinn getur verið svo sár að hann minnir á hjartaverk.

Ef þú ert ekki með neinn brjóstsviða er ólíklegt að þetta sé vélindabakflæði. Annars mæli ég við að þú ræðir við lækninn þinn um þessi einkenni sem þú ert með og hann getur þá gert viðeigandi rannsóknir.

Gangi þér vel

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.