Góðan dag
Þarf maður að fara til heimilislæknis til þess að fá viagra.Er það dýrt lyf.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Viagra eða skyld lyf sem notuð eru við ristruflunum hjá körlum eru lyfseðilsskyld. Upplýsingar um verð getur þú fengið hjá lyfsölum, það er eflaust eitthvað breytilegt eftir apótekum.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur.