vibden 1mg/ml

Fyrir hverju er þetta lyf

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Í fylgiseðli með lyfinu kemur eftirfarandir fram:

Vibeden inniheldur B12-vítamín sem er nauðsynlegt fyrir myndun rauðra blóðkorna og starfsemi taugakerfisins. Vibeden er notað til að fyrirbyggja og meðhöndla illkynja blóðleysi (pernicious anemia), sem er alvarleg tegund af blóðleysi. Þú getur líka fengið Vibeden til meðferðar við öðrum tegundum B12-vítamínskorts.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað Vibeden við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Leitið upplýsinga hjá lækninum.

Þú getur lesið þér betur til HÉR

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur