Við hverju er zitromax notað

Hvað er zitromax og við hverju?

Sæll/l og takk fyrir fyrirspurnina

Zitromax er sýklalyf  sem notað er við sýkingum af völdum azitrómýsínnæmra baktería, t.d.:
– Lungnabólgu, einnig lungnabólgu sem orsakast af Legionella pneumophilia.
– Sýkingum í innri kynfærum kvenna, sem ekki orsakast af lekanda-bakteríunni (Neisseria gonorrhoeae).

Þú getur lesið þér betur til á fylgiseðli lyfsins HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur