Viđkvæm hùd

Finnst skrìtiđ ad taka eftir hvad hùdin virdist vidkvæm à bringunni. Ef lètt er klòrad þà koma eldrauđ klòrför i smà tìma. Tekid eftir þessu ì nokkrar vikur. Ætti èg ad panta tima hjà hùdsèrfrædingi eda bìda og sjà.
Hef engu breytt med þvottaefni, shampò eda bodylotion. Er þetta eitthvad sem èg à ad hafa àhyggjur af, ofnæmi fyrir mat/vitaminum /pillunni?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta er ekki óþekkt fyrirbrigði og gengur yfirleitt yfir af sjálfu sér.  Ef þetta veldur þér verulegum óþægindum, för fara að vera upphleypt og hverfa ekki eða hiti kemur í þau skaltu fá heimilislækni til að skoða þig. Stundum hjálpar að taka ofnæmistöflu sem fæst án lyfseðils.  Ástæður eru oft óþekktar en geta verið ofnæmi eða óþol fyrir einhverju sem ertir húð eins og sængurfatnað eða fatnaði. Tilfinningalegt uppnám getur einnig ýtt undir einkenni og einnig ofnæmi fyrir lyfjum.  Reyndu að forðast húðþurrk og  klóra þér mikið og nota rakakrem.

Gangi þér vel.

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur