Viðkvæmur kóngur

Ég er mjög viðkvæmur í kónginum en get þó snert hann, bara ekki strokið á honum, þetta er sérstaklega óþæginlegt í samlífi og get ég stundum ekki stundað það og eins með sjálfsfróun þá get ég bara stundað hana þegar forhúðin er ekki brett niður heldur þegar að hún hylur kónginn.

Ég var með phimosis en held að ég sé laus við það í dag þó að þegar ég dreg forhúðina til baka þá límist hún stundum einhvern veginn við neðsta partinn á kónginum þó að ég drekk almennt mikið af vatni, en get þó yfirleitt alltaf dregið hana fyrir neðan kóng.
Er búinn að lesa á netinu að það hjálpar að hafa forhúðina alltaf bretta hana upp þegar ég pissa, fer í sturtu o.s.frv. Ég er búinn að fylgja því eftir í einhvern tíma en finnst ég alltaf jafn viðkvæmur. Er til einhver lausn sem þarfnast ekki umskurðar, læknisaðstoðar eða eitthvað álíka. Er orðinn frekar desperate með þetta.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þú ert greinlega vel upplýstur um hin venjubundnu úrræði sem notuð eru þegar vandamál koma upp á þessu svæði. Þess vegna ráðlegg ég þér að leita aðstoðar hjá annað hvort heimilislækni eða þvagfæraskurðlækni. Það er mikilvægt að skoða útlit og litarhátt kóngsins sérstaklega með tilliti til hvort einhver bólga, þurrkur eða sýking sé að valda þessum óþægindum.

Gangi þér vel !

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.