Spurning:
Ég fékk magakveisu og var ráðlagt að nota lyfið
Postafen.
Skömmu eftir inntöku lyfsins kastaði ég upp og langar að vita
hvort hætta sé á eftirköstum.
Með fyrirfram þökk fyrir svarið.
Svar:
Ef kastað er upp stuttu eftir að lyfið (Postafen) er
tekið inn er mjög líklegt að lyfinu sé kastað upp líka. Það
verður til þess að engin verkun hlýst af því og taka verður
lyfið aftur. En sú hætta er þá fyrir hendi að skammturinn verði
tvöfaldur ef lyfið hefur ekki skilað sér úr líkamanum við
uppköst.
Með kveðju,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur