Vítamín

Mig langaði að vita,ef ég tek D-3og K-2 þarf ég að taka lýsi líka.

Takk fyrir

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

 

Það er ekkert sem bannar það en þú ert að taka D-3 og það á að vera nóg. Lýsi inniheldur A og D vítamín og er einnig auðugt af ómega-3 fitusýrum. D-vítamín er mikilvægt fyrir vöxt og viðhald tanna og beina og er nauðsynlegt fyrir upptöku kalks í líkamanum. Of stórir skammtar af D-vítamíni hinsvegar geta leitt til þess að of mikið kalk verður til í blóði sem aftur getur leitt til hægðartregðu, þunglyndis, slappleika og þreytu. Læt fylgja með áhugaverða grein um D-3 og K2.

Gangi þér/ykkur vel

https://riordanclinic.org/2013/10/vitamins-d3-and-k2-the-dynamic-duo/

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.